Fótbolti

Eiður Smári sá rautt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári fékk rautt gegn Ítalíu.
Eiður Smári fékk rautt gegn Ítalíu. vísir/bára

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska U-21 árs landsliðs karla, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma í 3-0 tapinu fyrir Ítalíu í undankeppni EM í kvöld.

Mikið gekk á í uppbótartíma en auk þess að reka Eið Smára af velli lyfti rúmenski dómarinn Horatiu Fesnic gula spjaldinu fjórum sinnum.

Brynjólfur Darri Willumsson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu gult spjald sem og Ítalarnir Gianluca Scamacca og Fabio Maistro.

Eiður Smári verður væntanlega í banni þegar Ísland mætir Írlandi í næsta leik sínum í undankeppninni 26. mars 2020.

Ísland er í 3. sæti riðils 1 með níu stig eftir fimm leiki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.