Einn handtekinn vegna innbrots í Gerðarsafn í nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 07:56 Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira