Fótbolti

Moldóva ein af fáum þjóðum sem hafa komist yfir á móti heimsmeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Vadim Rata fagnar marki sínu á móti Frökkum og Moldóvar voru yfir í 26 mínútur á Stada de France.
Vadim Rata fagnar marki sínu á móti Frökkum og Moldóvar voru yfir í 26 mínútur á Stada de France. Getty/Xavier Laine

Frakkar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Króatíu í úrslitaleik HM í Rússlandi í júlí 2018. Síðan hafa aðeins fjórar þjóðir komist yfir á móti Frökkum í keppnisleikjum og ein af þeim er mótherji Íslands í kvöld.

Moldóvar mættur á Stade de France í síðasta leik og komust yfir með marki Vadim Rata á 9.mínútu. Rata var þar að skora sitt fyrsta landsliðsmark og það á heimavelli heimsmeistaranna.

Moldóvar voru yfir í 26 mínútur eða þar til að miðvörðurinn Raphaël Varane jafnið metin á 35. mínútu leiksins. Það var síðan Olivier Giroud sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins og Moldóvar fóru því tómhentir heim.

Frakkar hafa spilað þrettán keppnisleiki frá því að þeir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn og aðeins lent undir í fjórum þeirra.

Tyrkir, sem tóku fjögur stig af þeim í riðlinum, hafa verið lengst fyrir á móti Frökkum en tyrkneska landsliðið leiddi í 60 mínútur í leik liðanna í Tyrklandi. Þjóðverjar og Hollendingar komust einnig yfir á móti Frökkum í Þjóðadeildinni.

Íslenska landsliðið var reyndar yfir í klukkutíma á móti Frökkum í vináttulandsleik þjóðanna 11. október 2018. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu íslenska liðinu í 2-0 en Frakkar náðu að tryggja sér jafntefli.

Það er einu vináttulandsleikurinn þar sem Frakkar hafa lent undir frá því að þeir lyftu heimsmeistarabikarnum í Moskvu í júlí 2018.

Þjóðir sem hafa verið yfir á móti heimsmeisturum Frakka í mótsleikjum frá HM 2018:
60 mínútur - Tyrkland (2 leikir)
48 mínútur - Þýskaland (2 leikir)
46 mínútur - Holland  (2 leikir)
26 mínútur - Moldóva (2 leikir)
0 mínútur - Ísland (2 leikir)
0 mínútur - Albanía (1 leikur)
0 mínútur - Andorra (2 leikir)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.