Jón Daði: Öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 13:00 Jón Daði Böðvarsson í leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Matthew Ashton Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira