„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 18:00 Áslaug talaði fyrir breyttri stefnu í fíkniefnamálum í Víglínunni í dag. Stöð 2/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu. Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira