Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Moldóvu: Mikael byrjar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael byrjar sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í kvöld.
Mikael byrjar sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í kvöld. vísir/getty

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Moldóvu í kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2020.

Hamrén gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Tyrklandi á fimmtudaginn. Arnór Sigurðsson, Mikael Neville Anderson og Sverrir Ingi Ingason koma inn fyrir Alfreð Finnbogason, Arnór Ingva Traustason og Kára Árnason.

Líkt og gegn Tyrklandi stillir Hamrén upp í leikkerfið 4-4-2. Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson eru saman í fremstu víglínu.

Mikael er í byrjunarliði Íslendinga í fyrsta sinn í keppnisleik. Hann kom inn á sem varamaður gegn Tyrkjum líkt og Arnór.

Ísland á ekki lengur möguleika á að komast beint á EM 2020 en er öruggt með sæti í umspili í mars á næsta ári.

Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.


Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Miðverðir: Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason

Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson

Miðjumenn: Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson (fyrirliði)

Vinstri kantmaður: Mikael Neville Anderson

Framherjar: Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn SigþórssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.