Íslenski boltinn

ÍBV sækir liðsstyrk í Kópavog

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frá undirskriftinni
Frá undirskriftinni ÍBV
Eyjakonur hafa styrkt lið sitt fyrir átökin í Pepsi-Max deild kvenna næsta sumar með því að sækja einn leikmann frá HK/Víking og annan frá Breiðablik.Tyrkneska landsliðskonan Fatma Kara hefur samið við ÍBV en hún hefur leikið með HK/Víking undanfarin tvö tímabil.Íslenska unglingalandsliðskonan Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz samdi við sama tækifæri við ÍBV en hún kemur frá Breiðablik þó hún hafi leikið sem lánsmaður hjá Augnablik síðastliðið sumar.Kristjana er 17 ára gömul og hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.Í tilkynningu frá ÍBV segir að von sé á fleiri leikmönnum á næstunni og muni þeir koma erlendis frá. Þýskur miðjumaður og tveir bandarískir leikmenn.Eyjaliðið hafnaði í 8.sæti Pepsi-Max deildarinnar á síðustu leiktíð en í haust var stokkað upp í þjálfarateyminu og mun Andri Ólafsson stýra liðinu á komandi leiktíð.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.