Fótbolti

„VAR er drasl“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Platini er ekki VAR-megin í lífinu.
Platini er ekki VAR-megin í lífinu. vísir/getty
Michael Platini, fyrrverandi forseti UEFA, er ekki hrifinn af myndbandsdómgæslunni (VAR).

„Þú þarft hálftíma til skýra út af hverju þetta lagar ekkert,“ sagði Platini í ítalska sjónvarpsþættinum Che tempo che fa.

„Ég er á móti VAR og finnst það vera drasl. Það verður ekki aftur snúið úr þessu.“

Platini hefur afplánað fjögurra ára bann frá fótbolta sem hann fékk fyrir að þiggja mútugreiðslur frá Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA.

Platini var einn besti fótboltamaður heims á sínum tíma og fékk Gullboltann þrjú ár í röð (1983-85).
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.