Wales

Bale leggur skóna á hilluna
Gareth Bale, leikmaður Los Angeles FC og velska landsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt að skórnir séu komnir upp í hillu. Bale er aðeins 33 ára gamall.

Brutust inn hjá Bale vopnaðir haglabyssum
Fjölskylda Gareth Bale lenti í heldur leiðinlegri lífsreynslu á meðan kappinn var með Wales á heimsmeistaramótinu í Katar.

Breskir hjúkrunarfræðingar leggja niður störf
Umfangsmestu verkfallsaðgerðir breskra hjúkrunarfræðinga í sögunni hefjast klukkan átta þegar hjúkrunarfræðingar í Englandi, Wales og Norður-Írlandi munu leggja niður störf.

Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall.

Stuðningsmaður Wales lést í Katar
Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Spilaði nánast allan leikinn þrátt fyrir að hafa fengið harmafregn kvöldið áður
Þrátt fyrir að hafa fengið fregnir af andláti afa síns nokkrum klukkutímum fyrir viðureignina gegn Bandaríkjamönnum spilaði Walesverjinn Neco Williams nær allan leikinn og stóð sig með prýði.

Velska landsliðið vill skipta um nafn
Wales verður meðal þeirra 32 þjóða sem keppa um heimsmeistaratitilinn í fótbolta í Katar seinna í þessum mánuði. Það gæti aftur á móti verið nafnabreyting á leiðinni á velska landsliðinu.

Finnst bjór vondur en hefur framleiðslu á „Bale Ale“
Fótboltamaðurinn Gareth Bale hefur sjósett bjórvörumerki í samstarfi við velska bruggverksmiðju. Sölu á bjórnum er ætlað að styrkja grasrótarstarfsemi í velskum fótbolta.

Tók síðustu ljósmyndirnar af Elísabetu
Ljósmyndarinn Jane Barlow var ein þeirra sem tók myndir af Elísabetu II og Liz Truss á þriðjudaginn er sú síðarnefnda var gerð að forsætisráðherra Bretlands. Óafvitandi var Barlow að taka síðustu myndirnar af Elísabetu.

Verður Karl III Bretlandskonungur
Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag.

Elísabet II Bretlandsdrottning er látin
Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi.

Tugþúsundir lestarstarfsmanna aftur í verkfall
Starfsmenn breska lestarkerfisins eru í verkfalli í dag, í annað sinn í þessari viku. Það þýðir að hálft kerfið er óstarfhæft í Englandi, Wales og í Skotlandi. Landsmönnum hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nema það sé bráðnauðsynlegt.

Verkföll lama lestarsamgöngur í Bretlandi
Lestarsamgöngur lömuðust í Bretlandi í morgun þegar allt að 40 þúsund starfsmenn lögðu niður störf í umfangsmestu verkfallsaðgerðum lestarstarfsmanna í landinu í heil þrjátíu ár. Verkfallið hefur áhrif á ferðir milljóna farþega.

Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales
Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar.

Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár
Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag.

Ein elsta íslenska álftin felld í Wales
Í byrjun apríl fannst tæplega þrítug íslensk álft í Pembroke-héraði í Wales. Álftin var særð og þurftu dýraverndunarsamtök að fella hana.

Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag
Bretar ganga til sveitarstjórnakosninga í dag rétt eins og Íslendingar eftir rúma viku. Í Englandi eru 4.360 sæti í boði í 146 sveitarstjórnum auk þess sem kosið er um borgarstjóra víða.

Einkaþjálfari innbyrti ígildi tvö hundruð kaffibolla og lést
Velskur einkaþjálfari, sem hugðist blanda sér drykk með koffíndufti, ruglaðist á mælieiningum og innbyrti skammt sem jafngildir koffínmagni í tvö hundruð kaffibollum. Maðurinn lést úr koffíneitrun rúmum hálftíma síðar.

Landsliðskona setti saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins til Wales
Ísland átti góða fulltrúa á Norður Evrópumótinu í fimleikum sem var haldið um helgina í Cardiff í Wales um helgina. Nú er hægt að fá góða innsýn í ferðalagið til Bretlands.

Dæmdur í átján mánaða fangelsi vegna dauða Sala
David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur í síðasta mánuði um að bera ábyrgð á slysinu.