Erlent

Frakkar greiða mestu skattana

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Frakkar eru skattakóngar á undan Belgum.
Frakkar eru skattakóngar á undan Belgum. Nordicphotos/Getty

Frakkar greiða hæstu skatta í Evrópu samkvæmt Eurostat, tölfræðistofnun Evrópu, þegar mælt er hlutfall af landsframleiðslu. Frakkar hafa haldið efsta sæti á listanum síðan árið 2015 og er hlutfallið nú 48,4 prósent. Ekki langt á eftir koma Belgar og Svíar.

Ísland er aðeins í 17. sæti Evrópusambandsins og EES-landa með 36,9 prósent af landsframleiðslu og Noregur, sem hefur orð á sér fyrir að vera mikið skattaland, er í 11. sæti. Bæði löndin eru undir Evrópumeðaltalinu, 40,3 prósentum.

Írar eru með áberandi lægsta hlutfallið á listanum, 23 prósent. Þrjú önnur lönd eru undir 30 prósentunum, Rúmenía, Búlgaría og Sviss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.