Segja að Liverpool sé nú að íhuga að fara Löwen-leiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:00 Leikmenn Liverpool í vítaspyrnukeppninni á móti Arsenal sem Liverpool vann og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. Getty/ Laurence Griffiths Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Eftir að Liverpool hótaði því að neita að spila leik í átta liða úrslitum enska deildabikarsins eru menn að reyna að finna lausnir á leikjaöngþveiti Liverpool liðsins í jólamánuðinum. Liverpool er nú sagt vera að skoða þann möguleika að spila tvo leiki sama daginn í desember með því að stilla upp tveimur mismunandi liðum. Liverpool gerði leikjadagskránni sinni svolítinn óleik með því að komast áfram í átta liða úrslit deildabikarsins á miðvikudagskvöldið en það þýðir að liðið þarf nú að spila bikarleik í sömu viku og liðið á að spila í Katar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði strax eftir leikinn um möguleikann á því neita að spila leikinn en nú herma heimildir Daily Mirror að Liverpool sé líka að íhuga það að tefla fram tveimur mismunandi liðum í þessum tveimur keppnum.Two teams Two competitions Two continents Same day? https://t.co/SuiNk6fNqW — Mirror Football (@MirrorFootball) October 31, 2019 Það er allavega fullljóst að Liverpool er að setja mikla pressu á yfirmenn deildabikarsins að létta á leikjaálagi liðsins í desember. Það er ekki kannski ekki mjög miklar líkur á því að Liverpool spili tvo leiki 18. desember en sá möguleiki er í það minnsta í umræðunni. Liverpool færi þá sömu leið og þýska handboltaliðið og Íslendingaliðið Rhein Neckar Löwen gerði um árið þegar liðið lenti í því að deildarleikur og leikur í Meistaradeildinni rákust á. Þá voru það sjónvarpssamningar sem hindruðu tilfærslur og nú er það óhemju þétt leikjadagskrá Liverpool í desember sem gerir félaginu erfitt fyrir. Leikmenn Löwen voru mjög ósáttir og varaliðið skíttapaði líka sínum leik. Það má búast við því að aðallið Liverpool verði það sem fari til Katar til þess að reyna tryggja Liverpool sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða í fyrsta sinn.The match between THW Kiel and Rhein-Neckar Löwen was one of the most discussed matches this term - due to the scheduling difficulties with the EHF. But what was the broadcasting rate?https://t.co/2w9h9olLVf — handball-world EN (@hbworldcom) March 29, 2018 Liverpool drógst á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins og sá leikur á að fara fram 17. eða 18. desember. Undanúrslitaleikur Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Katar 18. desember. Líklegast er þó að deildabikarleikurinn á Villa Park verði færður til 8. janúar en þá var fyrirhugað að spila fyrri undanúrslitaleikinn í keppninni. Liverpool tefldi fram mjög ungu liði í sigrinum á Arsenal og Jürgen Klopp gerði ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá því í deildarleiknum á móti Tottenham helgina á undan. Liverpool þarf að fara með 23 manna leikmannahóp til Katar, þar á meðal þrjá markverði og því verða margir sem spiluðu leikinn á móti Arsenal að fara með.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira