Segja gjaldkera hafa kafað djúpt í vasa Sportkafarafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:46 Sportkafarafélagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins. Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins.
Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira