Segja gjaldkera hafa kafað djúpt í vasa Sportkafarafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:46 Sportkafarafélagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins. Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins.
Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira