Real mistókst að taka toppsætið af Börsungum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hazard náði að skora mark en það taldi ekki vegna rangstöðu
Hazard náði að skora mark en það taldi ekki vegna rangstöðu vísir/getty
Real Madrid náði ekki að nýta sér tap Barcelona frá því fyrr í dag og fara á topp La Liga deildarinnar, Real gerði jafntefli við Real Betis á heimavelli.

Fyrr í dag tapaði Barcelona nokkuð óvænt fyrir Levante og átti Real því tækifæri á að fara á toppinn með tveggja stiga forskot.

Madrídingar náðu hins vegar ekki að skora mark á gestina frá Betis sem eru að berjast í neðri hluta töflunnar.

Eden Hazard kom reyndar boltanum í netið snemma leiks en hann var dæmdur rangstæður og markið því ógilt.

Heimamenn voru mikið meira með boltann og áttu nokkur góð tækifæri, en þau telja ekki nema boltinn fari í netið, það gerði hann ekki og markalaust jafntefli niðurstaðan á Santiago Bernabeu.

Barcelona og Real Madrid eru því jöfn að stigum, með 22 stig, á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Atletico Madrid og Sevilla sem hafa þó bæði leikið einum fleiri leik.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira