Sportpakkinn: Rammgöldróttur Lionel Messi og betra gengi Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 22:30 Messi skoraði tvö mörk gegn Valladolid. Getty/Tim Clayton Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn
Sportpakkinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira