Sportpakkinn: Rammgöldróttur Lionel Messi og betra gengi Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 22:30 Messi skoraði tvö mörk gegn Valladolid. Getty/Tim Clayton Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Tólfta umferðin í spænsku 1. deildinni í fótbolta hefst á morgun, Barcelona, Real Madríd og Atletico Madríd verða öll í eldlínunni. Leikir liðanna verða sýndir á íþróttarásum Sýnar. Lionel Messi var rammgöldróttur á þriðjudaginn, skoraði tvö og lagði upp önnur tvö mörk þegar Barcelona vann Real Valladolid 5-1. Katalóníuliðið getur aukið forystuna á Real Madríd í fjögur stig, sækir Levante heim klukkan 15. Barcelona vann báða leikina í deildinni á síðustu leiktíð en tapaði 2-1 í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar en Barcelona vann 3-0 í seinni leiknum á Nou Camp. Levante var í fallbaráttu á síðustu leiktíð en vann góðan sigur á útivelli gegn Real Socidad á miðvikudag og er í 11. sæti. Á þar síðustu leiktíð vann Levante Barcelona á Borgarleikvanginum í Valencia, 5-4. Atletico Madrid á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sevilla í Andalúsíu. Liðin eru jöfn að stigum, með 20 stig, tveimur á eftir Barselona sem reyndar á leik til góða. 1-1 urðu úrslitin í báðum leikjum liðanna á síðustu leiktíð en á þar síðustu leiktíð burstaði Madrídarliðið, Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla 5-2. Antoine Grizemann skorað þrennu í leiknum en hann gékk í sumar til liðs við Barcelona. Traustur varnarleikur er einkennismerki Atletico Madríd, í 11 leikjum í deildinni hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk, helmingi færri en Sevilla. Andalúsíuliðið hefur unnið þrjá leiki á heimavelli í röð. Flautað verður til leiks Sevilla og Atletico Madríd klukkan 17,30. Leikurinn verður sýndur á Sport 3. Real Madríd spilar á heimavelli gegn Real Betis, leikurinn byrjar klukkan 20 í beinni útsendingu á Sport 3. Í lokaumferðinni á síðustu leiktíð, tapaði Real á heimavelli fyrir Betis. Það var tólfti ósigur Madrídarliðsins á leiktíðinni. Stuðningsmenn Real Madríd urðu fyrir miklum vonbrigðum með síðustu leiktíð, Real varð þá 19 stigum á eftir Barcelona, nokkuð sem harðir stuðningsmenn Real áttu erfitt með að þola. Real tapaði fjórum sinnum í deildinni í 10 fyrstu leikjunum og vann aðeins fjóra þeirra. Nú gengur betur, eini ósigurinn kom í 9. umferðinni 1-0 gegn Mallorca. Forseti Real, Florentino Pérez, gerir allt til að liðið endurheimti Spánarmeistaratitilinn úr klóm erkifjendanna í Barcelona. Sterkir leikmenn voru keyptir; Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao, Ferland Mendy og brasilíski táningurinn Rodrygo. Þeim er ætlað að koma Madrídarliðinu í fremstu röð á nýjan leik og sækja 34. Spánarmeistartitilinn. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í spænska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Spænski boltinn
Sportpakkinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira