Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:19 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. getty/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19