Erlent

Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar

Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst.

Ráðuneytið sakar uppreisnarmenn Kúrda um ábyrgð á árásinni.

Tyrkir réðust í síðasta mánuði inn í norðurhluta Sýrlands sem þeir segja að hafi verið á valdi kúrdískra hryðjuverkamanna.


Tengdar fréttir

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.