Erlent

Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst.

Ráðuneytið sakar uppreisnarmenn Kúrda um ábyrgð á árásinni.

Tyrkir réðust í síðasta mánuði inn í norðurhluta Sýrlands sem þeir segja að hafi verið á valdi kúrdískra hryðjuverkamanna.


Tengdar fréttir

Ætla ekki að herja á Kúrda í bili

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×