Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Björn Þorfinnsson skrifar 4. nóvember 2019 06:15 Vinnueftirlitið fylgist með umhverfi vinnandi fólks. Fréttablaðið/Stefán Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira