Fótbolti

Í beinni í dag: Evrópumeistararnir og Chelsea í eldlínunni í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah og félagar verða í eldlínunni í kvöld.
Salah og félagar verða í eldlínunni í kvöld. vísir/getty
Fjórða umferðin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum en fjórir þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Meistaradeildin og Meistaradeildarmörkin verða á sínum stað.Fyrsti leikur dagsins fer fram í Barcelóna þar sem heimamenn taka á móti Slavía Prag. Börsungar lentu í vandræðum á útivelli gegn Prag en höfðu sigur og eru því efstir með sjö stig. Slavía Prag er á botni riðilsins með eitt stig.Liverpool getur farið langleiðina með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin með sigri á Genk á heimavelli. Evrópumeistararnir eru með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina en Genk er einungis með eitt stig.Það er stórleikur í Þýskalandi þar sem Romelu Lukaku og félagar í Inter heimsækja Dortmund. Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina og leikurinn því afar mikilvægur í riðlinum.Toppliðin í H-riðlinum, Chelsea og Ajax, mætast í spennandi leik á Brúnni en Chelsea vann leik liðanna fyrir tveimur vikum þar sem sigurmarkið kom síðla leiks. Bæði lið eru með sex stig, Valencia fjögur og Lille eitt.Fylgst verður með öllum leikjunum í Meistaradeildarmessunni sem hefst klukkan 19.15 og öllum leikjunum verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum sem hefst klukkan 22.00.Í beinni í dag:

17.45 Barcelona - Slavía Prag (Stöð 2 Sport 2)

19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)

19.50 Liverpool - Genk (Stöð 2 Sport 2)

19.50 Dortmund - Inter (Stöð 2 Sport 3)

19.50 Chelsea - Ajax (Stöð 2 Sport 4)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.