Erlent

Pútín vill að Wikipedia verði skipt út fyrir rússneskt alfræðirit

Andri Eysteinsson skrifar

Best yrði ef nýtt og áreiðanlegra rússneskt alfræðirit tæki við af Wikipedia í Rússlandi. Þeirrar skoðunar er Rússlandsforseti, Vladímír Pútín en hann greindi frá skoðuninni á fundi í Kreml í dag. Guardian greinir frá.

Fundað var í Kreml um framtíð rússneskunnar en einn fundargesta beindi spurning að forsetanum þar sem hann gagnrýndi notkun á Wikipedia-greinum í rússnesku réttarkerfi.

„Hvað varðar Wikipedia tel ég að best væri að skipta Wikipedia út fyrir nýju stóru rússnesku alfræðibókina á rafrænu form,“ er haft eftir forsetanum. Rússneska alfræðibókin sem Pútín minntist á var gefin út á árunum 2007-2014.

Rússnesk stjórnvöld hafa áætlað að veita 1,7 milljörðum rússneskra rúblna í verkefni sem snýr að því að hanna og koma á laggirnar rússnesku alfræðiriti á Internetinu í anda Wikipedia á næstu þremur árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.