Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. nóvember 2019 06:15 Ylrækt hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Myndin er úr gróðurhúsi Lambhaga. Fréttablaðið/Vilhelm Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira