Fótbolti

Slavia Prag fyrsta liðið í sjö ár sem náði að stoppa Lionel Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi var nokkrum sinnum nálægt því að skora.
Lionel Messi var nokkrum sinnum nálægt því að skora. Getty/Tim Clayton
Lionel Messi og félagar í Barcelona náðu ekki að brjóta niður varnarmúr tékkneska liðsins Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær.Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Lionel Messi náði ekki að skora þrátt fyrir margar fínar tilraunir. Hann átti meðal skot í slá og niður í fyrri hálfleiknum og þá varði markvörður tékkneska liðsins einnig frá honum af stuttu færi.Þetta þýddi að í fyrsta sinn í sjö ár eða frá árinu 2012, náði Lionel Messi hvorki að skora eða gefa stoðsendingu í leik á Nývangi í riðlakeppninni Meistaradeildarinnar en það kom fram hjá BBC.Liverpool, Paris Saint-Germain og Bayern München höfðu öll reynt að stoppa Messi án árangurs en það voru Tékkarnir sem náðu því loksins.Lionel Messi lagði upp mark í 2-1 sigri Barcelona á Internazionale í fyrsta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni á þessu tímabili en Messi hefur aðeins skorað eitt mark í fjórum leikjum í Meistaradeildinni 2019-20 og það kom mark í útileiknum á móti Slavia Prag.Á sama tíma í fyrra var Messi aðeins búinn að spila tvo af fyrstu Meistaradeildarleikjum Barcelona liðsins en var engu að síður búinn að skora fimm mörk.Lionel Messi lék fimm Meistaradeildarleiki á Nývangi á síðasta tímabili og hann skoraði 9 mörk í þeim þar af tvö á móti bæði Manchester United og Liverpool í útslátarkeppninni.Þetta var jafnframt í fyrsta sinn í 46 heimaleikjum í öllum keppnum þar sem Barcelona liðið nær ekki að skora. Síðast skoruðu Börsungar ekki á Nývangi þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Getafe í febrúar 2018.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.