Fótbolti

Stuðningsmennirnir söfnuðu 56 milljónum á einum degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Club Africain.
Stuðningsmenn Club Africain. Getty/Nacer Tale
Túniska félagið Club Africain er í miklum fjárhagsvandræðum en það hefur komið í ljós í öllum vandræðunum að þeir eiga magnaða stuðningsmenn.Club Africain þurfti nauðsynlega á fjármagni að halda til að geta forðað félaginu frá gjaldþroti.Stuðningsmenn Club Africain tóku höndum saman og tókst að safna 450 þúsund Bandaríkjadölum á einum degi sem eru um 56 milljónir íslenskra króna. Betur má þó ef duga skal.Meðal stuðningsmannanna hjá Club Africain sem gáfu pening var einn blindur maður sem hætti við að kaupa meðölin sín og gaf peninginn frekar í söfnunina.Club Africain hefur þegar misst sex stig og fengið sekt fyrir að borga leikmönnum sínum ekki laun.Club Africain er næstelsta félag Túnis en það var stofnað árið 1920. Knattspyrnusamband Túnis hefur sett upp neyðarnefnd sem leitar leiða til að forða Club Africain frá því að fara á hausinn.Knattspyrnusamband Túnis stofnaði söfnunarreikning í október og þar höfðust safnast 600 þúsund dollarar áður en kom að átaki stuðningsmanna Club Africain á síðasta sólarhringi. Til samans hafa því safnast eina milljón Bandaríkjadala en það er þó aðeins brot af skuld félagsins sem  Knattspyrnusamband Túnis metur að séu sex milljónir dollara eða 747 milljónir íslenskra króna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.