Chelsea ekki í vand­ræðum með Palace í Lundúnar­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pulisic fagnar marki sínu í dag.
Pulisic fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Chelsea vann sitt sjötta deildarleik í röð er liðið bar sigurorð af nágrönnunum í Crystal Palace í Lundúnarslag í fyrsta leik dagsins á Englandi. Lokatölur 2-0.Markalaust var í fyrri hálfleik en Chelsea var nærri því að skora í fyrri hálfleik. Leikmenn Palace vörðust fimlega en áttu ekki skot í átt að marki Chelsea í fyrri hálfleiknum.Á sjöundu mínútu síðari hálfleiks kom fyrsta markið. Eftir laglegt samspil fékk Tammy Abraham gott færi og ekki brást honum bogalistin. Tíunda mark Tammy á tímabilinu.Síðara markið skoraði Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic eftir smá darraðadans og gott samspil Chelsea í vítateig Palace. Lokatölur 2-0.Eftir sigurinn er Chelsea komið upp í annað sæti deildarinnar. Gangur á þeim bláklæddu en þeir eru með 26 stig. Crystal Palace er í 9. sætinu með fimmtán stig. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.