Chelsea ekki í vand­ræðum með Palace í Lundúnar­slag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pulisic fagnar marki sínu í dag.
Pulisic fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Chelsea vann sitt sjötta deildarleik í röð er liðið bar sigurorð af nágrönnunum í Crystal Palace í Lundúnarslag í fyrsta leik dagsins á Englandi. Lokatölur 2-0.

Markalaust var í fyrri hálfleik en Chelsea var nærri því að skora í fyrri hálfleik. Leikmenn Palace vörðust fimlega en áttu ekki skot í átt að marki Chelsea í fyrri hálfleiknum.

Á sjöundu mínútu síðari hálfleiks kom fyrsta markið. Eftir laglegt samspil fékk Tammy Abraham gott færi og ekki brást honum bogalistin. Tíunda mark Tammy á tímabilinu.

Síðara markið skoraði Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic eftir smá darraðadans og gott samspil Chelsea í vítateig Palace. Lokatölur 2-0.Eftir sigurinn er Chelsea komið upp í annað sæti deildarinnar. Gangur á þeim bláklæddu en þeir eru með 26 stig. Crystal Palace er í 9. sætinu með fimmtán stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.