Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 18:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“ Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fagnar því að sjónum sé í auknum mæli beint að lífstíl, svefn, hreyfingu og mataræði. Þannig sé best að bregðast við því að íslenskum börnum fjölgar með offitu eins og kom fram í Kompás í vikunni. Sérstaklega fjölgar feitum drengjum og það úti á landi. Svandís segir forvarnir og úrræði í þessum málum felast í þjónustu á fleiri stigum heilbrigðisþjónustunnar og það byrji á heilsugæslunni. „Þetta sjáum við í heilbrigðisstefnunni, þar sem áherslu er lögð á að heilsugæslustöðvarnar geti verið meira heilsueflandi. Þar sé fræðsla í boði og stuðningur við fólk sem vill breyta lifnaðarháttum eða lifa hollara og betra lífi. Þannig að við viljum sjá þjónustu á fleiri stigum, allt frá heilsugæslunni, sem þjónustar fólk víðar um land, og veita þannig stuðning við að breyta lifnaðarháttum.“ Svandís sér ekki fyrir sér sérstakt átak hvað varðar offitu. Hún sé hrifnari af tillögum frá Embætti landlæknis sem fjallar um geðrækt á öllum skólastigum, frá leikskóla til framhaldsskóla. „Sem stuðlar að því að börnunum okkar líði betur, almennt. Lengi býr að fyrstu gerð og við þurfum að byrja sem fyrst, það er svo mikilvægt að börn séu læs á sig og tilfinningar sínar. Því við vitum betur í dag en áður að líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur. Þegar okkur líður illa eru t.d. meiri líkur á að við förum út af brautinni í mataræði.“Hefur trú á að sykurskattur verði að lögum Fyrir utan heilsueflingu og geðrækt hefur Svandís stofnað starfshóp sem er í þann veg að fara af stað til að koma fjórtán tillögum frá Embætti landlæknis til framkvæmda til að minnka sykurneyslu. Þar á meðal er sykurskattur, þar sem hærri álögur verða á óhollum mat en lækkaðar á móti af hollum mat, eins og ávöxtum og grænmeti. Aðspurð hvort ráðherra hafi meðbyr ríkisstjórnarinnar í því máli segist hún hafa faglegan meðbyr. „Þarna er sterkur faglegur grunnur en því miður hefur umræðan einkennst af hinu hefðubundna bitbeini stjórnmálaafla. Við þurfum að taka umræðuna upp úr því og horfa á árangur í lýðheilsumálum með neyslustýringu. Við höfum náð árangri með tóbaks- og áfengisgjaldi. Þannig að já, ég trúi því að við getum gert sykurskatt að lögum.“
Alþingi Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07