Innlent

Sjö prósent utan trúfélaga

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Nú eru rúmlega 231 þúsund manns í þjóðkirkjunni.
Nú eru rúmlega 231 þúsund manns í þjóðkirkjunni. vísir/vilhelm

Á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. nóvember 2019 fækkaði um 1.243 einstaklinga í þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Næstmesta fækkunin varð hjá zúistum en þeim fækkaði um 248 á tímabilinu.

Þeim sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgaði um 1.022. Þá fjölgaði um 602 í kaþólsku kirkjunni og 526 í Siðmennt. Einnig varð fjölgun í Ásatrúarfélaginu en þar fjölgaði um 255 og um 214 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Þann 1. nóvember síðastliðinn voru 231.429 skráðir í þjóðkirkjuna sem er langstærsta trúfélag landsins. Alls voru tæplega 26 þúsund manns utan trú- og lífsskoðunar-félaga eða um sjö prósent landsmanna.

Nýtt trú- og lífsskoðunarfélag, Demantsleið búddismans, var skráð í októbermánuði og er það fimmtugasta skráða félagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.