Innlent

Sjö prósent utan trúfélaga

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Nú eru rúmlega 231 þúsund manns í þjóðkirkjunni.
Nú eru rúmlega 231 þúsund manns í þjóðkirkjunni. vísir/vilhelm
Á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. nóvember 2019 fækkaði um 1.243 einstaklinga í þjóðkirkjunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Næstmesta fækkunin varð hjá zúistum en þeim fækkaði um 248 á tímabilinu.

Þeim sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgaði um 1.022. Þá fjölgaði um 602 í kaþólsku kirkjunni og 526 í Siðmennt. Einnig varð fjölgun í Ásatrúarfélaginu en þar fjölgaði um 255 og um 214 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Þann 1. nóvember síðastliðinn voru 231.429 skráðir í þjóðkirkjuna sem er langstærsta trúfélag landsins. Alls voru tæplega 26 þúsund manns utan trú- og lífsskoðunar-félaga eða um sjö prósent landsmanna.

Nýtt trú- og lífsskoðunarfélag, Demantsleið búddismans, var skráð í októbermánuði og er það fimmtugasta skráða félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×