Lánleysi Derby heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Forest fagna marki.
Leikmenn Forest fagna marki. vísir/getty
Nottingham Forest vann 1-0 sigur á Derby er liðin mættust í grannaslag í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.Markalaust var í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 56. mínútu. Lewis Grabban skoraði þá eftir darraðadans í teig Derby. Lokatölur 1-0.Þetta var sjöunda mark Grabban á leiktíðinni en Forest er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig eftir sigurinn. Tveimur stigum frá toppliði WBA.Það eru hins vegar meiri vandræðum á Phillip Cocu og lærisveinum í Derby. Þeir eru í 15. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.