Lánleysi Derby heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Forest fagna marki.
Leikmenn Forest fagna marki. vísir/getty
Nottingham Forest vann 1-0 sigur á Derby er liðin mættust í grannaslag í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Markalaust var í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 56. mínútu. Lewis Grabban skoraði þá eftir darraðadans í teig Derby. Lokatölur 1-0.Þetta var sjöunda mark Grabban á leiktíðinni en Forest er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig eftir sigurinn. Tveimur stigum frá toppliði WBA.

Það eru hins vegar meiri vandræðum á Phillip Cocu og lærisveinum í Derby. Þeir eru í 15. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.