Innlent

Borgi sig að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Smár McCarthy, þingmaður Pírata og formaður framtíðarnefndar.
Smár McCarthy, þingmaður Pírata og formaður framtíðarnefndar.

Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040.

„Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“

Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa.

„Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.