Fótbolti

Inter á toppinn eftir endurkomusigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Conte kominn á toppinn
Conte kominn á toppinn
Inter fékk Hellas Verona í heimsókn í Serie A í dag á Giuseppe Meazza í Milanóborg.

Gestirnir komust nokkuð óvænt yfir í fyrri hálfleik þegar Valerio Verre skoraði úr vítaspyrnu. Höfðu gestirnir forystu í leikhléi en í síðari hálfleik tóku heimamenn yfir.

Matias Vecino jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik og Nicolo Barrello fullkomnaði endurkomu Inter með marki á 83.mínútu.

Sigurinn lyftir Inter í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið hefur tveimur stigum meira en Juventus. Juventus á leik til góða annað kvöld en þá fá þeir AC Milan í heimsókn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.