Fótbolti

Inter á toppinn eftir endurkomusigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Conte kominn á toppinn
Conte kominn á toppinn

Inter fékk Hellas Verona í heimsókn í Serie A í dag á Giuseppe Meazza í Milanóborg.

Gestirnir komust nokkuð óvænt yfir í fyrri hálfleik þegar Valerio Verre skoraði úr vítaspyrnu. Höfðu gestirnir forystu í leikhléi en í síðari hálfleik tóku heimamenn yfir.

Matias Vecino jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik og Nicolo Barrello fullkomnaði endurkomu Inter með marki á 83.mínútu.

Sigurinn lyftir Inter í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið hefur tveimur stigum meira en Juventus. Juventus á leik til góða annað kvöld en þá fá þeir AC Milan í heimsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.