Fyrsti leikur tímabilsins þar sem Gylfi fær ekki eina sekúndu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Getty/Michael Regan Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í gærkvöldi þegar Eveton sló Watford út úr enska deildabikarnum. Gylfi var á varamannabekknum þriðja leikinn í röð en hann hafði komið inn á sem varamaður í hinum tveimur þar á meðal skoraði hann glæsilegt mark á móti West Ham. Yerry Mina fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum og Marco Silva ákvað síðan að taka Moise Kean af velli í hálfleik. Það var því aðeins ein skipting eftir fyrir seinni hálfleikinn og henni eyddi Silva í því að taka Dominic Calvert-Lewin af velli og láta Cenk Tosun spila síðustu tíu mínútur leiksins.TEAM NEWS! 5️changes Coleman, Mina & Delph return DCL & Kean start#CarabaoCuppic.twitter.com/8WimSykp9S — Everton (@Everton) October 29, 2019 Everton hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum með Gylfa á bekknum og Gylfi kom inn á völlinn strax á 30. mínútu í tapleiknum á móti Brighton & Hove Albion á laugardaginn. Gylfi var settur á bekkinn eftir fjögur deildartöp Everton-liðsins í röð en hann náði ekki að skora mark í fyrstu átta deildarleikjum tímabilsins. Everton skoraði aðeins tvö mörk í síðustu fjórum deildarleikjunum með Gylfa í byrjunarliðinu en hefur skorað tvö mörk í öllum leikjunum síðan Marco Silva setti hann á bekkinn.| "The players showed the patience we need in this type of game, against a team with a solid block, five at the back, and three midfielders. "In the second half, we played quicker and were more assertive and deserved the win.” #CarabaoCup — Everton (@Everton) October 30, 2019 Það er því ekkert í stöðunni sem bendir til þess að Gylfi sé að koma aftur inn í byrjunarliðið því það dugði honum ekki einu sinni að skora stórglæsilegt mark skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti West Ham. Það er svo sem ekkert slæmt fyrir íslenska landsliðið að Gylfi fái smá hvíld fyrir landsleikina mikilvægu í nóvember þar sem hann þarf að vera upp á sitt besta ætli íslenska landsliðið að komast áfram. Við þurfum Gylfa hins vegar í góðu leikformi og með sjálfstraustið í botni og þá er ekki gott að hann dúsu á varamannabekknum í öllum leikjum Everton. Það verður athyglisvert að heyra byrjunarlið Everton í leiknum á móti Tottenham á sunnudaginn. Það segir kannski enn meira um stöðu Gylfa í framhaldinu.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Sjá meira