Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1992, var í síðustu viku handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og hafa fleiri verið handteknir í tengslum við málið, sem fjallað verður nánar um í fréttum Stöðvar tvö 18:30.

Þar ræðum við líka við Ingvar Tryggvason, formann öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna, en hann segir alvarlega bresti vera á viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins. Og við hittum hafnfirska nágranna sem hafa sinnt villiköttum af alúð í fjórtán ár. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.