Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1992, var í síðustu viku handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og hafa fleiri verið handteknir í tengslum við málið, sem fjallað verður nánar um í fréttum Stöðvar tvö 18:30.Þar ræðum við líka við Ingvar Tryggvason, formann öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna, en hann segir alvarlega bresti vera á viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins. Og við hittum hafnfirska nágranna sem hafa sinnt villiköttum af alúð í fjórtán ár. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.