Marcelo fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2019 23:30 Marceloa með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira
Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Sjá meira