Marcelo fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2019 23:30 Marceloa með Meistaradeildarbikarinn. vísir/getty Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Marcelo, leikmaður Real Madrid, fékk kvíðakast fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Real Madrid tryggði sér þá þriðja Evrópumeistaratitilinn í röð með 3-1 sigri á Liverpool. „Ég gat ekki andað. Þetta var í búningsherberginu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ skrifar Marcelo í pistli á The Players Tribune. Þrátt fyrir að vera að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni á fimm árum leið Marcelo afar illa í aðdraganda leiksins gegn Liverpool í Kænugarði. „Það var eins og eitthvað væri fast í brjóstinu á mér, þessi mikli þrýstingur. Ég er ekki að tala um stress. Það er eðlilegt í fótbolta. Þetta var eitthvað annað. Mér leið eins og ég væri að kafna,“ skrifar Brassinn. „Þetta byrjaði allt kvöldið fyrir leikinn. Ég gat ekki borðað, ekki sofið. Ég hugsaði bara um leikinn. Fyrir nokkrum árum skammaði konan mín mig svo mikið fyrir að naga neglurnar að ég hætti því. En þegar ég vaknaði fyrir leikinn gegn Liverpool voru neglurnar farnar.“ Þrátt fyrir mikla vanlíðan spilaði Marcelo leikinn sem Madrídingar unnu eins og áður sagði. „Ég hef aldrei fundið fyrir meiri pressu. Kannski finnst fólki það skrítið. Við vorum búnir að vinna tvo titla í röð. Allir aðrir en stuðningsmenn okkar vildu að Liverpool myndu vinna. Hvert var vandamálið?“ skrifar Marcelo. „Þegar þú getur náð svona sögulegum áfanga finnurðu fyrir pressunni. En þarna fann ég virkilega fyrir henni. Ég hafði aldrei fengið svona ofsakvíða og vissi ekki hvað var í gangi. Ég íhugaði að tala við lækni en var að hræddur um að hann myndi ekki leyfa mér að spila. Ég varð að spila.“ Marcelo hefur alls fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Real Madrid. Hann kom til liðsins frá Fluminense í Brasilíu fyrir tólf árum.Pistil Marcelos má lesa með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira