Erlent

Afvopnaði nemanda og gaf honum faðmlag

Sylvía Hall skrifar
Myndbandsupptaka hefur verið birt af atvikinu.
Myndbandsupptaka hefur verið birt af atvikinu. Skjáskot
Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg.Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða.„Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli.Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu.Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til.Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman.„Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.