Innlent

Fluttu mann nauðugan af heimili sínu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mennirnir voru handteknir á Höfn í Hornafirði.
Mennirnir voru handteknir á Höfn í Hornafirði. Vísir/vilhelm

Tveir menn voru handteknir á Höfn að kvöldi 17. október síðastliðins eftir að þeir tóku mann nauðugan og fluttu af heimili sínu í bænum. Annar maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu en hinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að mennirnir, sem báðir eru erlendir, hafi gist fangageymslu kvöldið sem þeir voru handteknir.

Annar þeirra var síðan færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi og var að morgni laugardagsins 19. október úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu í fjórar vikur til 15. nóvember næstkomandi. Að minnsta kosti fjögur lögregluembætti eru með mál tengd manninum á sínu borði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.