Innlent

Fluttu mann nauðugan af heimili sínu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mennirnir voru handteknir á Höfn í Hornafirði.
Mennirnir voru handteknir á Höfn í Hornafirði. Vísir/vilhelm
Tveir menn voru handteknir á Höfn að kvöldi 17. október síðastliðins eftir að þeir tóku mann nauðugan og fluttu af heimili sínu í bænum. Annar maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu en hinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að mennirnir, sem báðir eru erlendir, hafi gist fangageymslu kvöldið sem þeir voru handteknir.

Annar þeirra var síðan færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands á Selfossi og var að morgni laugardagsins 19. október úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu í fjórar vikur til 15. nóvember næstkomandi. Að minnsta kosti fjögur lögregluembætti eru með mál tengd manninum á sínu borði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×