Innlent

Þjófur fannst með bílaleigubílinn á Akranesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bílaleigan er staðsett á Suðurnesjum. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Bílaleigan er staðsett á Suðurnesjum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm

Einstaklingur, sem tók bílaleigubíl ófrjálsri hendi í Reykjavík um helgina, fannst ásamt bifreiðinni á Akranesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Bíllinn er í eigu bílaleigu á Suðurnesjum og var þjófnaðurinn því tilkynntur til lögreglu þar. Sá sem tekið hafði bílinn á leigu uppgötvaði að honum hefði verið stolið þegar bíllinn var á bak og burt þegar hann hugðist nota hann á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.