Carragher bað Evra afsökunar: „Suarez-bolirnir voru risastór mistök“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2019 07:30 Leikmenn Liverpool hita upp í bolnum. vísir/getty Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti