Fótbolti

Fara núna að kalla herbergi Hannesar og Kolbeins klippiherbergið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson og Kolbeinn Sigþórsson.
Hannes Þór Halldórsson og Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Vilhelm

Hannes Þór Halldórsson og Kolbeinn Sigþórsson eru herbergisfélagar í landsliðsferðum með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og í þeirri síðustu unnu þeir saman við gerð tónlistamyndbands.

Egill „Gillz" Einarsson gaf á föstudag út lagið Muscle Club en lagið er þegar orðið vinsælt. Um leið var gefið út myndband við lagið og þar naut Gillz hjálapar íslensku landsliðsmannanna.

Magnús Már Einarsson á fótbolti.net segir frá samvinnu Hannesar og Kolbeins og birti myndband af þeim félögum í klippivinunni.

Kolbeinn gaf Hannesi góð ráð við klippingu myndbandsins í aðdraganda leiksins mikilvæga á móti Frökkum. Kolbeinn jafnaði síðan markametið í næsta leik á eftir þar sem Hannes hélt marki sínu hreinu.

„Ég hef haft marga aðstoðarklippara en ég held að ég sé ekki að ljúga neinu þegar ég segi að Kolbeinn sé sá allra besti," sagði Hannes við Fótbolta.net.

Hér fyrir neðan má þá félaga vinna að klippingu myndbandsins og enn neðar er síðan myndbandið sjálft.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.