Enski boltinn

Hermann aðstoðar Sol Campbell hjá Southend United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hermann í leik með Portsmouth á sínum tíma.
Hermann í leik með Portsmouth á sínum tíma.

Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, mun aðstoða sinn fyrrum liðsfélaga Sol Campbell hjá enska C-deildarliðinu Southend United en sá síðarnefndi er að taka við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Campbell, sem lék með Hermanni hjá Portsmouth, var síðast við stjórnvölin hjá Macclesfield Town í ensku D-deildinni en hann bjargaði þeim frá falli á síðustu leiktíð. Eftir fjárhagsvandræði í upphafi tímabils sagði Campbell starfi sínu lausu. Hermann var einnig aðstoðarmaður Campebll hjá Macclesfield, en aðeins í skamma stund. 

Þá er einnig talið að Andy Cole, enski framherjinn sem gerði garðinn frægan með Newcastle og Manchester United, komi inn í þjálfarateymi Southend United.

Sem stendur er Southend United í 22. sæti af 24 liðum í ensku C-deildinni með fimm stig eftir 13 leiki. Það er því ærið verk fyrir höndum hjá Campbell og Hermanni. 

Liam Ridgewell er að öllum líkindum frægasti leikmaður liðsins en þessi 35 ára gamli varnarmaður lék með Aston Villa, Birmingham og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.