Fótbolti

Barcelona samþykkir að borga Atletico vegna Griezmann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Griezmann á Laugardalsvelli nýverið.
Griezmann á Laugardalsvelli nýverið. Vísir/Getty
Samkvæmt spænska miðlinum Marca hafa Barcelona og Atletico Madird komist að samkomulagi um að fyrrnefnda liðið borgi 15 milljónir evra til viðbótar við þær 120 sem það borgaði fyrir að fá Antoine Griezmann í sínar raðir.

Barcelona ku hafa rætt við Griezmann um að ganga til liðs við félagið áður en klásúla Frakkans minnkaði úr 200 milljónum evra niður í 120 milljónir og það voru Atletico einkar ósáttir með. Upprunalega vildi Atletico fá 80 milljónir til viðbótar en liðin hafa sæst á að Barcelona greiði aðeins 15 milljónir. 

Marca greinir frá því að ásamt því að Barca hafi hálfgerðan forkaupsrétt á fimm leikmönnum Atletico Madrid, þar á meðal Saul og Jose Gimenez. Rétturinn gefur Barcelona möguleika á að jafna öll boð sem Atletico fær í leikmennina. 



Þá ákváðu félögin að halda öllum samskiptum Griezmann og talsmanna hans við Barcelona leyndum.


Tengdar fréttir

Barcelona á toppinn

Barcelona fór á topp La Liga deildarinnar með öruggum sigri á Eibar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×