Fótbolti

Sveinn Aron í liði umferðarinnar á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron í leik með íslenska U21 árs landsliðinu.
Sveinn Aron í leik með íslenska U21 árs landsliðinu. Vísir/Bára

Sveinn Aron Guðjohnsen var valinn í lið umferðarinnar í B-deildinni á Ítalíu eftir frábæra frammistöðu í 2-1 sigri Spezia á Pescara um helgina.

Sveinn Aron hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann gekk til liðs við Spezia frá Breiðabliki. Fyrir helgina hafði hann ekki skorað í treyju Spezia en Sveinn gerði gott betur þegar hann kom inn af varamannabekknum á 61. mínútu á laugardaginn var. 

Staðan var 1-0 fyrir Pescara er Sveinn Aron kom inn af varamannabekknum. Átta mínútum eftir að hann kom inn á hafði hann lagt upp jöfnunarmark Spezia og aðeins þremur mínútum síðar skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir liðið. Reyndist það sigurmark leiksins, lokatölur 2-1. 

Spezia er í 17. sæti ítölsku B-deildarinnar með sjö stig þegar átta umferðum er lokið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.