Innlent

Loka veginum um Fjarðarheiði vegna umferðaróhapps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reikna má með að veginum verði lokað um hádegisbil á morgun.
Reikna má með að veginum verði lokað um hádegisbil á morgun. Vísir/vilhelm

Umferðaróhapp varð í dag við Norðurbrún á Fjarðarheiði þegar flutningabifreið fór út af veginum og valt. Loka þarf veginum um tíma á morgun, miðvikudag, á meðan bílnum verður komið upp á hann aftur, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi.

Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist ekki í óhappinu. Reikna má með að veginum verði lokað eða umferð um hann takmörkuð um eða upp úr hádegi í óákveðinn tíma. Koma þarf bæði bifreiðinni og vagni hennar upp á veginn.

Lögreglan á Austurlandi mun veita nánari upplýsingar á Facebook-síðu sinni þegar nær dregur.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.