Innlent

Loka veginum um Fjarðarheiði vegna umferðaróhapps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reikna má með að veginum verði lokað um hádegisbil á morgun.
Reikna má með að veginum verði lokað um hádegisbil á morgun. Vísir/vilhelm
Umferðaróhapp varð í dag við Norðurbrún á Fjarðarheiði þegar flutningabifreið fór út af veginum og valt. Loka þarf veginum um tíma á morgun, miðvikudag, á meðan bílnum verður komið upp á hann aftur, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi.Ökumaður bifreiðarinnar slasaðist ekki í óhappinu. Reikna má með að veginum verði lokað eða umferð um hann takmörkuð um eða upp úr hádegi í óákveðinn tíma. Koma þarf bæði bifreiðinni og vagni hennar upp á veginn.Lögreglan á Austurlandi mun veita nánari upplýsingar á Facebook-síðu sinni þegar nær dregur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.