Fótbolti

Mbappé með flest mörk í Meistaradeildinni fyrir 21 árs afmælið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mbappé fagnar einu marki sinna í gær.
Mbappé fagnar einu marki sinna í gær. Vísir/Getty

Kylian Mbappé gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Paris Saint-Germain vann Club Brugge örugglega 5-0 í Meistaradeild Evrópu í gær. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir 21 árs afmælið sitt í Meistaradeildinni en Frakkinn ungi.

Mbappé, sem verður 21 árs þann 20. desember næstkomandi, hefur nú gert 17 mörk í Meistaradeild Evrópu. Maðurinn sem er næstur á listanum er enn að spila og talið er að Mbappé muni leysa hann af hólmi fyrr en síðar. 

Leikmaðurinn sem um er ræðir er Karim Benzema, framherji Real Madrid, en Benzema skoraði 12 mörk í Meistaradeild Evrópu fyrir 21 árs afmælið sitt á sínum tíma.

Þá er hollenski framherjinn Patrick Kluivert á listanum en hann skoraði níu mörk fyrir gullaldarlið Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Þá hafa fjórir leikmenn skoraði átta mörk áður en þeir náðu 21 árs aldri. Það eru þeir Raúl (Real Madrid), Obafemi Martins (Inter Milan), Lionel Messi (Barcelona), Javier saviola (Barcelona) og Thierry Henry (Monaco og Juventus).

Það er ljóst að Mbappé getur enn bætt við mörkum og kæmi engum á óvart ef hann væri kominn með 20 mörk í Meistaradeild Evrópu áður en hann verður 21 árs gamall í desember.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.