Íslenski boltinn

Haukar ráða þjálfara á fimm ára samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Igor Bjarni Kostic er á leið á Ásvelli.
Igor Bjarni Kostic er á leið á Ásvelli. mynd/haukar
Haukar hafi fundið nýjan þjálfara til þess að stýra karlaliði félagsins í annarri deildinni næsta sumar en tilkynnt var um nýjan þjálfara í dag.

Igor Bjarni Kostic skrifaði í dag undir samning við félagið en samningurinn er til fimm ára. Igor kemur frá Noregi þar sem hann hefur starfað undanfarin ár.

Igor hefur starfað hjá Ull/Kisa í norsku B-deildinni en þar hefur hann verið yfirmaður akademíu félagsins auk þess sem hann stýrði varaliði liðsins.

Hann er sonur Lúka Kostic sem hefur verið þjálfari hjá Haukum síðustu ár, bæði hjá meistaraflokki félagsins, sem og í yngri flokkum en Haukarnir féllu úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.

Lúka lék einnig með ÍA, Grindavík og Þór á fótboltaferli sínum hér á landi en auk þess að hafa þjálfað hjá Haukum hefur Lúka meðal annars þjálfað yngri landslið Íslands og Grindavík.

„Ráðning Igors Bjarna er liður í að styrkja enn frekar þjálfarateymi knattspyrnudeildar Hauka þar sem reynsla hans og þekking mun nýtast í að byggja upp efnilegt knattspyrnufólk í yngri flokkum félagsins og gera það að öflugum meistaraflokksleikmönnum. Því eru afar spennandi tímar framundan í Haukum!“ segir í tilkynningu Hauka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×