Unnu verkfræðiafrek og færðu 120 ára gamlan vita Hrund Þórsdóttir skrifar 27. október 2019 21:00 Það virkar frekar snúið að lyfta og færa hundrað og tuttugu ára gamla, þúsund tonna steinbyggingu, en verkfræðingar í Danmörku afrekuðu það í vikunni. Rubjerg Knude vitinn á Norður-Jótlandi var byggður árið 1899 og þar hefur hann staðið síðan, í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Þótt hlutverki hans við að vísa sæförum leið sé lokið fyrir nokkru, þykir Dönum vænt um bygginguna og um tvö hundruð og fimmtíu þúsund gestir hafa skoðað hann á ári hverju. Þá hefur danski umhverfisráðherrann, Lea Wermelin, lýst hinum 23 metra háa vita sem þjóðargersemi. Þegar vitinn var byggður stóð hann í um 200 metra fjarlægð frá sjó en landeyðing hefur verið hröð á hinu sönduga Jótlandi. Aðeins sex metrar voru eftir og vitinn í bráðri hættu á að falla í sjó. Verkfræðisigur vannst því í vikunni þegar hinni sögufrægu byggingu var lyft upp á tvær brautir og færð eftir þeim um 70 metra leið. Hundruð heimamanna fylgdust með afrekinu, sem sýnt var frá í beinni útsendingu á helstu dönsku fréttaveitum, og náðist takmarkið á innan við tíu tímum sem áætlaðar höfðu verið í verkið. Það kostaði Dani fimm milljónir danskra króna, eða um 93 íslenskar milljónir, að tryggja framtíð vitans sem nú mun gnæfa yfir Skagerrak um ókomna framtíð. Danmörk Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Það virkar frekar snúið að lyfta og færa hundrað og tuttugu ára gamla, þúsund tonna steinbyggingu, en verkfræðingar í Danmörku afrekuðu það í vikunni. Rubjerg Knude vitinn á Norður-Jótlandi var byggður árið 1899 og þar hefur hann staðið síðan, í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Þótt hlutverki hans við að vísa sæförum leið sé lokið fyrir nokkru, þykir Dönum vænt um bygginguna og um tvö hundruð og fimmtíu þúsund gestir hafa skoðað hann á ári hverju. Þá hefur danski umhverfisráðherrann, Lea Wermelin, lýst hinum 23 metra háa vita sem þjóðargersemi. Þegar vitinn var byggður stóð hann í um 200 metra fjarlægð frá sjó en landeyðing hefur verið hröð á hinu sönduga Jótlandi. Aðeins sex metrar voru eftir og vitinn í bráðri hættu á að falla í sjó. Verkfræðisigur vannst því í vikunni þegar hinni sögufrægu byggingu var lyft upp á tvær brautir og færð eftir þeim um 70 metra leið. Hundruð heimamanna fylgdust með afrekinu, sem sýnt var frá í beinni útsendingu á helstu dönsku fréttaveitum, og náðist takmarkið á innan við tíu tímum sem áætlaðar höfðu verið í verkið. Það kostaði Dani fimm milljónir danskra króna, eða um 93 íslenskar milljónir, að tryggja framtíð vitans sem nú mun gnæfa yfir Skagerrak um ókomna framtíð.
Danmörk Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira