Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. október 2019 18:30 Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét. Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa að nýju lagt fram frumvarp um refsingar við tálmun eða takmörkun á umgengni. Frumvarpið er farið í gegnum fyrstu atkvæðagreiðslu og komið til velferðarnefndar. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram og vakið hörð viðbrögð. Samkvæmt því það varðað allt að fimm ára fangelsi að tálma umgengni foreldris eða þess sem hefur umgengisrétt við barn. Framkvæmdastjór Mannréttindaskrifstofu Íslands mælir eindregið gegn samþykkt. „Við teljum í fyrsta lagi að það geti varla verið barninu fyrir bestu ef annað foreldri er dæmt í allt að fimm ára fangelsi, fyrir ítrekuð brot þá, af því þá fengi barnið ekki að hitta það foreldri nema endrum og sinnum," segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.Í tveimur tilvikum nam upphæð dagsekta einni milljón króna.Helsta úrræðið í tálmunarmálum í dag eru dagsektir. Á árunum 2014 til 2018 lögðu alls 292 einstaklingar fram 329 kröfur um dagsektir. Á sama tíma var sektum einungis beitt í fjórum málum. Í tveimur tilvikum nam upphæð sekta einni milljón króna. Margrét segir lágmark að hugtakið tálmun verði skilgreint áður en lengra sé haldið. Fólk leggi mjög misjafnan skilning í það. „Ég veit til þess að það hefur verið óskað dagsekta vegna tálmunar í tilviki þegar barn kaus að fara í skólaferðalag þá helgi þegar það átti að vera hjá hinu foreldrinu. Ég veit líka um annað tilvik þar sem óskað var dagsekta þegar barnið hitti foreldrið nánast daglega en vildi ekki gista á heimilinu," segir Margrét. Af sinni reynslu sé tálmun oftast síðasta úrræði foreldris. Undanþáguheimild þyrfti að vera til staðar. „Í þeim tilvikum sem við þekkjum til hefur foreldri tekið fyrir umgengni vegna ótta við að barnið verði fyrir ofbeldi eða þá að hitt foreldrð sé í vímuefnaneyslu eða eigi við andleg veikindi að stríða," segir Margrét.
Alþingi Barnavernd Fangelsismál Fjölskyldumál Mannréttindi Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira