Skólahald fellt niður vegna veðurs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. október 2019 07:34 Búast má við hríð og hvassviðri víða á landinu í dag. Visir/vilhelm Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Frá þessu er greint á vef skólans þar sem segir jafnframt að samkvæmt veðurspám muni auka „verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.“ Það eru orð að sönnu, því veðurkort Veðurstofunnar bera með sér gular viðvaranir víða um land: Allt frá Ströndum á Vestfjörðum, meðfram norðurströndinni og allt að suðausturhorninu. Á norðan- og austanverðu landinu má búast við talsverðu hríðarveðri og undir Vatnajökli verður hvassviðri.Sjá einnig: Hver viðvörunin á fætur annarri Hríðarviðvaranirnar gilda fram á kvöld, en veðrið verður einna verst upp úr hádegi og þar til síðdegis þegar þéttur úrkomubakki kemur inn á Tröllaskaga og síðar norðausturland. Undir Vatnajökli má búast við stormi þvert á veg núna í morgunsárið og aftur í kvöld, en hviður þar geta farið yfir 40 m/s þegar verst lætur. „Ljóst er að vegfarendur þurfa að fara að öllu með gát og fylgjast með veðurspám og tilkynningum frá Vegagerðinni,“ eins og segir á vef Veðurstofunnar. Engar viðvaranir eru í gildi fyrir suðvesturhornið, en þó gæti orðið bálhvasst undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu Snæfellsnesi núna með morgninum og aftur í kvöld. Veðurfræðingur útilokar ekki heldur að það gæti orðið hviðótt á Kjalarnesi um tíma. Aukinheldur gæti snjóað örlítið á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og gerði í gærkvöldi, en þó er ekki útlit fyrir að „það verði neitt að ráði,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Það dregur síðan úr vindi og úrkomu á morgun.Viti fólk af öðrum skólum þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs er vel þegið að láta Vísi vita, netfangið er ritstjorn@visir.isVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig
Hörgársveit Skóla - og menntamál Veður Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira