Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 09:00 Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira