Enski boltinn

Sex ár síðan kvennalið Liverpool spilaði síðast á Anfield og nú mæta þær Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna á síðustu leiktíð.
Úr leik liðanna á síðustu leiktíð. vísir/getty
Grannaslagur Liverpool og Everton í ensku kvennaboltanum mun verða spilaður á Anfield leikvanginum þann 17. nóvember.

Þessa helgi er svokölluð „kvennaknattspyrnu helgi“ en leikurinn liggur í landsleikjapásu hjá karlaliði Liverpool.

Þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem kvennalið Liverpool spilar á Anfield en síðast unnu töpuðu þær fyrir Arsenal í undanúrslit enska bikarsins árið 2013.







Tottenham mun sömu helgi spila við Arsenal á nýjum 62 þúsunda leikvangi sínum en Liverpol er síðasta liðið í deildinni til þess að spila á aðalleikvangi sínum í ár.

Vanalega spilar Liverpool á heimavelli Tranmere Rovers sem tekur tæplega 17 þúsund manns í sæti en Anfield tekur rúmlega 54 þúsund manns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×