Hlaut þrjú hnefahögg áður en hann losaði sig úr beltinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2019 08:00 Ökumaður jeppans sést hér veita Jónatani Sævarssyni bylmingshögg, eftir að Jónatan hafði slegið til hans. Skjáskot „Það er spurning hvað maður man eftir þessu,“ segir Jónatan Sævarsson sem varð fyrir tilhæfulausri árás við lögreglustöðina í Hafnarfirði á þriðjudag. Jónatan var að aka, ásamt eiginkonu sinni og syni, í útför föður síns þegar ökumaður annars bíls dró Jónatan út úr bílnum og barði hann ítrekað. Myndband náðist af árásinni, sem sjá má hér að neðan. Vísir greindi frá árásinni daginn eftir, sem átti sér stað í hádeginu aðeins örfáum metrum frá lögreglustöðinni við Flatahraun. Jónatan lýsir því í samtali við Vísi hvernig hann ók eftir Fjarðarhrauni og ætlaði sér að taka hægri beygju vestur á Flatahraun. Þegar að hringtorginu var komið hafi hins vegar orðið einhver misskilningur milli ökumanna, sem fór öfugt ofan í bílstjóra á svörtum jeppa. Sá brást ókvæða við og „lagðist á flautuna,“ eins og Jónatan kemst að orði.Sjá einnig: Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni„Ég stöðvaði því bílinn og ætlaði mér að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með bílstjórann á bak við mig en áður en ég vissi af var hann byrjaður að banka á rúðuna hjá mér,“ segir Jónatan. Ökumaður jeppans hafi verið „mjög ör“ að sögn Jónatans. Hann hafi ekki látið við bankið sitja heldur rifið upp hurðina. Þá byrjuðu barsmíðarnar. „Hann var líklega búinn að að slá mig þrisvar sinnum og sparka í mig áður en mér tókst að losa af mér beltið,“ segir Jónatan. Því næst hafi jeppamaðurinn rifið hann úr bílnum þar sem þeir Jónatan skiptust á nokkrum orðum. „Hann varð fyrst almennilega reiður þegar ég reyndi að slá hann til baka, þó svo að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel hjá mér,“ segir Jónatan sem hlaut að launum bylmingshögg eins og myndbandið ber með sér.Vitni skarst í leikinn Á meðan sátu eiginkona hans og sonur á táningsaldri í bílnum, prúðbúin enda á leið í útför, á meðan barsmíðarnar stóðu yfir. Jónatan segir eiginkonu sína hafa verið fljóta að hugsa og tekist að ná myndbandi af þorra árásarinnar, þrátt fyrir hraða atburðarás. Myndbandið létu þau lögreglunni síðar í té, en hún var afar snögg á staðinn, aðeins örfáar sekúndur að mati Jónatans. Sem fyrr segir átti árásin sér stað skammt frá lögreglustöðinni við Flatahraun og gátu lögregluþjónar fylgst með því sem á gekk í gegnum kaffistofugluggann. Ætla má að athygli þeirra hafi verið vakin með bílflautukonsertnum sem jeppamaðurinn bauð upp á í „bifreiði“ sinni. Öri ökuþórinn var yfirbugaður af lögregluþjónum og vitni sem ákvað að ganga á milli. Hann var leiddur í járnum hinn örstutta spöl á lögreglustöðina þar sem af honum var tekin skýrsla. Ekki var þó talið tilefni til að hneppa hann í gæsluvarðhald og fékk hann því að ganga laus að skýrslutöku lokinni. „Mér finnst það alveg ótrúlegt,“ segir Jónatan sem kærði jeppamanninn fyrir árásina, „að svona menn fái bara ganga strax lausir.“Með blóð á skyrtu og pappír í nös Fjölskyldan lét þessa uppákomu þó ekki slá sig út af laginu og mætti í útförina, þar sem öðrum viðstöddum varð ekki um sel þegar þau sáu útganginn á Jónatani. Með „fullt af servéttum í nefinu og blóð á skyrtunni,“ eins og mamma hans komst að orði í Fréttablaðinu. „Ég er ágætlega haldinn, þrátt fyrir að það sé svolítið erfitt að anda út um nefið,“ segir Jónatan. Læknir sem hann leitaði til eftir árásina gat þó ekki séð að hann væri nefbrotinn. Jónatan er búsettur í Noregi og var mættur aftur til vinnu þegar Vísir náði á hann. Það er nefnilega mikilvægt að muna að lífið heldur áfram þrátt fyrir áföll að sögn Jónatans, jafnt andlát sem og tilhæfulausar árásir um hábjartan dag. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. 23. október 2019 10:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Sjá meira
„Það er spurning hvað maður man eftir þessu,“ segir Jónatan Sævarsson sem varð fyrir tilhæfulausri árás við lögreglustöðina í Hafnarfirði á þriðjudag. Jónatan var að aka, ásamt eiginkonu sinni og syni, í útför föður síns þegar ökumaður annars bíls dró Jónatan út úr bílnum og barði hann ítrekað. Myndband náðist af árásinni, sem sjá má hér að neðan. Vísir greindi frá árásinni daginn eftir, sem átti sér stað í hádeginu aðeins örfáum metrum frá lögreglustöðinni við Flatahraun. Jónatan lýsir því í samtali við Vísi hvernig hann ók eftir Fjarðarhrauni og ætlaði sér að taka hægri beygju vestur á Flatahraun. Þegar að hringtorginu var komið hafi hins vegar orðið einhver misskilningur milli ökumanna, sem fór öfugt ofan í bílstjóra á svörtum jeppa. Sá brást ókvæða við og „lagðist á flautuna,“ eins og Jónatan kemst að orði.Sjá einnig: Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni„Ég stöðvaði því bílinn og ætlaði mér að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með bílstjórann á bak við mig en áður en ég vissi af var hann byrjaður að banka á rúðuna hjá mér,“ segir Jónatan. Ökumaður jeppans hafi verið „mjög ör“ að sögn Jónatans. Hann hafi ekki látið við bankið sitja heldur rifið upp hurðina. Þá byrjuðu barsmíðarnar. „Hann var líklega búinn að að slá mig þrisvar sinnum og sparka í mig áður en mér tókst að losa af mér beltið,“ segir Jónatan. Því næst hafi jeppamaðurinn rifið hann úr bílnum þar sem þeir Jónatan skiptust á nokkrum orðum. „Hann varð fyrst almennilega reiður þegar ég reyndi að slá hann til baka, þó svo að það hafi ekki tekist neitt sérstaklega vel hjá mér,“ segir Jónatan sem hlaut að launum bylmingshögg eins og myndbandið ber með sér.Vitni skarst í leikinn Á meðan sátu eiginkona hans og sonur á táningsaldri í bílnum, prúðbúin enda á leið í útför, á meðan barsmíðarnar stóðu yfir. Jónatan segir eiginkonu sína hafa verið fljóta að hugsa og tekist að ná myndbandi af þorra árásarinnar, þrátt fyrir hraða atburðarás. Myndbandið létu þau lögreglunni síðar í té, en hún var afar snögg á staðinn, aðeins örfáar sekúndur að mati Jónatans. Sem fyrr segir átti árásin sér stað skammt frá lögreglustöðinni við Flatahraun og gátu lögregluþjónar fylgst með því sem á gekk í gegnum kaffistofugluggann. Ætla má að athygli þeirra hafi verið vakin með bílflautukonsertnum sem jeppamaðurinn bauð upp á í „bifreiði“ sinni. Öri ökuþórinn var yfirbugaður af lögregluþjónum og vitni sem ákvað að ganga á milli. Hann var leiddur í járnum hinn örstutta spöl á lögreglustöðina þar sem af honum var tekin skýrsla. Ekki var þó talið tilefni til að hneppa hann í gæsluvarðhald og fékk hann því að ganga laus að skýrslutöku lokinni. „Mér finnst það alveg ótrúlegt,“ segir Jónatan sem kærði jeppamanninn fyrir árásina, „að svona menn fái bara ganga strax lausir.“Með blóð á skyrtu og pappír í nös Fjölskyldan lét þessa uppákomu þó ekki slá sig út af laginu og mætti í útförina, þar sem öðrum viðstöddum varð ekki um sel þegar þau sáu útganginn á Jónatani. Með „fullt af servéttum í nefinu og blóð á skyrtunni,“ eins og mamma hans komst að orði í Fréttablaðinu. „Ég er ágætlega haldinn, þrátt fyrir að það sé svolítið erfitt að anda út um nefið,“ segir Jónatan. Læknir sem hann leitaði til eftir árásina gat þó ekki séð að hann væri nefbrotinn. Jónatan er búsettur í Noregi og var mættur aftur til vinnu þegar Vísir náði á hann. Það er nefnilega mikilvægt að muna að lífið heldur áfram þrátt fyrir áföll að sögn Jónatans, jafnt andlát sem og tilhæfulausar árásir um hábjartan dag.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. 23. október 2019 10:49 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Sjá meira
Sáu líkamsárás „nánast út um kaffistofugluggann“ á lögreglustöðinni Karlmaður var handtekinn í Flatahrauni í Hafnarfirði í hádeginu í gær eftir að hafa ráðist á ökumann bifreiðar, sem hann taldi hafa ekið í veg fyrir sig. 23. október 2019 10:49