„Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 19:22 Á korti Vegagerðarinnar má sjá lokun vegarins. Afar hvasst er á Suðausturlandi þessa stundina. Skjáskot/vegagerðin Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands. Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.
Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23
Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34